Öryggi

Ábending fyrir áhugafólk um kayakróður:

Flest  alvarleg slys við Ísland sem tengjast kayakróðri hafa átt sér stað vegna reynsluleysis og takmarkaðs útbúnaðar. Fyrir þá sem hyggja á kayakróður þá er til öryggisbæklingur sem gefinn er út af kayakklúbbnum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig kayakróður þá er best að gera það í skrefum en aðal atriðið er að hafa öryggisatriði á hreinu.

Sjórinn við Ísland er kaldur allan ársins hring og á kayak verður að gera ráð fyrir að ræðari geti þurft að vera einhvern tíma í sjónum.

Comments are closed.